UM FLOTUN

Flotun ehf. býður upp á heildarlausnir í gólflögnum með gæðaflotefnum, öflugan sérhæfðan tækjakost og reynslumikið starfsfólk.

Flotun ehf. er sérhæft fyrirtæki í lagningu flotefna. Eigandi þess er Guðmundur Björnsson múrarameistari. Fyrirtækið hefur á farsælum ferli þjónað byggingamarkaðinum og er þekkt fyrir gæði og vönduð vinnubrögð.

Gott orðspor fyrirtækisins við lagningu flotefna helgast einkum af þrennu.

  • Í fyrsta lagi notum við aðeins gæða flotefni frá virtum alþjóðlegum framleiðendum.
  • Í öðru lagi hefur fyrirtækið yfir að ráða öflugum sérhæfðum tækjakosti til að ráða við þau fjölmörgu verkefni sem markaðurinn kallar eftir.
  • Í þriðja lagi er vert að nefna samhent og reynslumikið starfsfólk fyrirtækisins, sem vinnur eftir ströngum verkferlum.